Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. mars 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áfrýjunin hjá Real Madrid gekk ekki upp
Bellingham fagnar marki með Real Madrid.
Bellingham fagnar marki með Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Real Madrid áfrýjaði tveggja leikja banninu sem Jude Bellingham var dæmdur í fyrir stuttu, en niðurstaða er núna komin til baka.

Niðurstaðan er sú að bannið stendur og mun Bellingham missa af næstu tveimur deildarleikjum Madrídarstórveldisins.

Bellingham var dæmdur í bann út af rauðu spjaldi sem hann fékk í leik gegn Valencia síðasta laguardagskvöld.

Bellingham hélt að hann hefði skorað sigurmarkið þegar hann skallaði boltann í netið en á þeim tímapunkti hafði dómarinn flautað leikinn af.

Þetta var mjög umdeilt atriði og Bellingham var vægast sagt ósáttur. Hann lét dómarann heyra það og fékk fyrir það rauða spjaldið. Hann fékk svo tveggja leikja bann fyrir að móðga dómarann.

„Mér finnst tveggja leikja bann svolítið fáránlegt en ef ég missi af þessum leikjum þá tek ég ábyrgð og styð liðið úr stúkunni," sagði Bellingham sem missir af leikjum gegn Celta Vigo og Osasuna.

Bellingham hefur skorað 20 mörk og lagt upp átta með Real Madrid á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner