Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. mars 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að það ætti að vera í lagi með Konate og Gomez
Ibrahima Konate.
Ibrahima Konate.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ibrahima Konate og Joe Gomez fóru báðir af velli hjá Liverpool í leiknum gegn Sparta Prag í Evrópudeildinni í gærkvöldi.

Liverpool vann leikinn 5-1 og er svo gott sem komið áfram í átta-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Stuðningsmenn Liverpool óttast það að Konate og Gomez verði frá þegar Liverpool fær Manchester City í heimsókn í titilbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

En Jurgen Klopp, stjóri liðsins, var frekar rólegur eftir leikinn í gær. Hann vonast til að Konate og Gomez verði báðir með á sunnudaginn.

„Við vitum það ekki alveg," sagði Klopp er hann var spurður að því hvort Konate verði með á sunnudaginn. „Ibou sagði við mig að hann héldi að þetta gæti orðið slæmt ef hann tæki einn sprett í viðbót. Hann sagði að þetta yrði allt í lagi en við vitum það ekki alveg á þessum tímapunkti."

„Joe Gomez fór líka af velli en það var planað. Það er allt í lag með Joey. Við tókum hann út af því hann er búinn að spila marga leiki."

Það verður fróðlegt að sjá hvort Konate og Gomez verði með á sunndaginn en Liverpool má ekki við því að missa fleiri leikmenn í meiðsli.
Athugasemdir
banner