Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. mars 2024 06:00
Elvar Geir Magnússon
Dóri Árna og endurskoðuð Lengjuspá á X977 í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður á sínum stað á X977 á milli 12 og 14 í dag.

Elvar Geir og Benedikt Bóas stýra þættinum í dag en Tómas Þór verður á Old Trafford meðan á þætti stendur.

Í fyrri hlutanum verður farið yfir fréttir vikunnar og þá mun Baldvin Már Borgarsson sérfræðingur þáttarins endurkoða ótímabæru Lengjudeildarspánna eftir það sem hefur gerst síðustu vikur.

Í seinni hlutanum verður Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks gestur og í lokin skoðar Kristján Atli Ragnarsson stórleik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner