Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. mars 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kristján Oddur frá Val í Gróttu (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Grótta

Kristján Oddur Kristjánsson er genginn til liðs við Gróttu frá Val en hann skrifar undir þriggja ára samning.


Kristján er aðeins 16 ára gamall en hann spilar sem miðjumaður.

Hann er uppalinn Valsari en hann er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki með Gróttu. Hann hefur komið inn á sem varamaður í þremur leikjum liðsins í Lengjubikarnum í sumar.

„Kristján Oddur er flinkur fótboltamaður, en fyrst og fremst býr hann yfir hugarfari sem gefur honum möguleika á að ná langt. Hann er einbeittur, vinnusamur og var óhræddur við að yfirgefa uppeldisfélag sitt til að reyna sig í meistaraflokksfótbolta. Við bjóðum Kristján velkominn í Gróttu og hlökkum til að fylgjast með framgangi hans hjá félaginu á næstu misserum,” sagði Magnús Örn Helgason yfirmaður fótboltamála hjá Gróttu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner