Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. mars 2024 20:58
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Fram sigraði gegn ÍA
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
ÍA 1 - 2 Fram
0-1 Alda Ólafsdóttir ('8 )
0-2 Sara Svanhildur Jóhannsdóttir ('24 )
1-2 Erla Karitas Jóhannesdóttir ('88 )
Rautt spjald: Írena Björk Gestsdóttir , Fram ('92)

ÍA og Fram áttust við í eina leik dagsins í B-deild Lengjubikars kvenna og tóku gestirnir forystuna á áttundu mínútu, þegar Alda Ólafsdóttir kom boltanum í netið.

Sara Svanhildur Jóhannsdóttir tvöfaldaði forystu Fram í Akraneshöllinni og var staðan 0-2 í leikhlé.

Fram hélt tveggja marka forystu allt þar til á lokakaflanum, þegar Erla Karitas Jóhannesdóttir minnkaði muninn.

Írena Björk Gestsdóttir fékk svo seinna gula spjaldið sitt í uppbótartíma og þurfti Fram að spila síðustu mínúturnar leikmanni færri, en það kom ekki að sök.

Þetta er fyrsti sigur Fram eftir slæma byrjun í Lengjubikarnum og er liðið með fjögur stig eftir fjórar umferðir. ÍA hefði tekið toppsæti B-deildarinnar með sigri en situr þess í stað eftir í öðru sæti, með sjö stig.
Athugasemdir
banner