Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. mars 2024 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Kane með þrennu í risasigri Bayern
Mynd: EPA
Mynd: EPA
FC Bayern er ekki búið að gefast upp í þýsku titilbaráttunni þrátt fyrir að vera langt á eftir Bayer Leverkusen.

Lærisveinar Thomas Tuchel voru harðlega gagnrýndir eftir 2-2 jafntefli á útivelli gegn Freiburg í síðustu umferð og svöruðu því með risasigri á heimavelli gegn Mainz í dag.

Harry Kane skoraði tvennu í fyrri hálfleik á meðan Leon Goretzka skoraði og lagði upp. Nadiem Amiri gerði eina mark gestanna frá Mainz og var staðan 3-1 í leikhlé.

Flóðgáttirnar opnuðust enn frekar í síðari hálfleik, þegar Thomas Müller og Jamal Musiala bættu mörkum við leikinn. Musiala var þá kominn með mark og tvær stoðsendingar, eftir að hafa sjálfur fengið stoðsendingu frá Kane til að skora.

Goretzka átti eftir að leggja annað mark upp og skora eitt til viðbótar og þá fullkomnaði Kane þrennuna sína, en lokatölur urðu 8-1 fyrir Bayern.

Bæjarar eru sjö stigum á eftir toppliði Leverkusen sem er taplaust og er með leik til góða, gegn Wolfsburg annað kvöld.

Borussia Mönchengladbach og Köln gerðu þá jafntefli í sex marka nágrannaslag á meðan Augsburg lagði Heidenheim að velli.

RB Leipzig vann gegn fallbaráttuliði Darmstadt og vippaði sér upp í meistaradeildarsæti. Dortmund getur endurheimt fjórða sætið með sigri á útivelli gegn Werder Bremen, í síðasta leik dagsins sem er í gangi þessa stundina.

Bayern 8 - 1 Mainz
1-0 Harry Kane ('13 )
2-0 Leon Goretzka ('19 )
2-1 Nadiem Amiri ('31 )
3-1 Harry Kane ('45 )
4-1 Thomas Muller ('47 )
5-1 Jamal Musiala ('61 )
6-1 Serge Gnabry ('66 )
7-1 Harry Kane ('70 )
8-1 Leon Goretzka ('90 )

RB Leipzig 2 - 0 Darmstadt
0-1 Thomas Isherwood ('3 , sjálfsmark)
1-1 Christoph Baumgartner ('50 )

Borussia M. 3 - 3 Koln
0-1 Faride Alidou ('7 )
1-1 Franck Honorat ('32 )
1-2 Faride Alidou ('64 )
2-2 Robin Hack ('71 )
3-2 Robin Hack ('73 )
3-3 Damion Downs ('79 )

Augsburg 1 - 0 Heidenheim
1-0 Jeffrey Gouweleeuw ('22 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 30 25 5 0 75 20 +55 80
2 Bayern 30 21 3 6 87 37 +50 66
3 Stuttgart 30 20 3 7 68 36 +32 63
4 RB Leipzig 30 18 5 7 69 34 +35 59
5 Dortmund 30 16 9 5 58 35 +23 57
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Freiburg 30 11 7 12 42 53 -11 40
8 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
9 Hoffenheim 30 11 6 13 53 60 -7 39
10 Heidenheim 30 8 10 12 43 52 -9 34
11 Werder 30 9 7 14 38 50 -12 34
12 Gladbach 30 7 10 13 53 60 -7 31
13 Wolfsburg 30 8 7 15 35 50 -15 31
14 Union Berlin 30 8 5 17 26 50 -24 29
15 Mainz 30 5 12 13 31 48 -17 27
16 Bochum 30 5 12 13 34 60 -26 27
17 Köln 30 4 10 16 23 53 -30 22
18 Darmstadt 30 3 8 19 30 72 -42 17
Athugasemdir
banner
banner
banner