Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. mars 2024 18:02
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea komst naumlega í undanúrslit - Tottenham sló City út
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Síðustu leikir 8-liða úrslita enska FA bikarsins fóru fram í dag þar sem Chelsea rétt marði Everton á meðan Tottenham vann ólíklegan sigur á Manchester City til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

Catarina Macario kom inn af bekknum og skoraði eina mark leiksins fyrir Chelsea í jöfnum slag á útivelli gegn Everton.

Búist var við þægilegum sigri Chelsea en heimakonur reyndust afar erfiðar og voru óheppnar að skora ekki.

Þá var búist við sigri Man City á útivelli gegn Tottenham og tók stórveldið forystuna strax á sjöttu mínútu, en leikurinn var ansi tíðindalítill eftir það.

City hélt forystunni sinni allt þar til seint í uppbótartíma, þegar Bethany England tókst að gera jöfnunarmark á 96. mínútu og því þurfti að framlengja viðureignina.

Það var lítið að frétta í jafnri framlengingu og því var gripið til vítaspyrnukeppni, þar sem heimakonur höfðu betur eftir að leikmenn City klúðruðu fyrstu tveimur spyrnunum sínum.

Tottenham og Chelsea eru því komin í undanúrslit bikarsins ásamt Manchester United og Leicester City. Stórveldi Arsenal og Man City eru úr leik.

Everton 0 - 1 Chelsea
0-1 Catarina Macario ('66)

Tottenham 1 - 1 Man City
0-1 Mary Fowler ('6)
1-1 Bethany England ('96)
4-3 í vítaspyrnukeppni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner