Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. mars 2024 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Hlín skoraði tvennu í stórsigri - Jafnt hjá Leverkusen
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hlín Eiríksdóttir og Katla Tryggvadóttir voru í byrjunarliði Kristianstad í sænska bikarnum í dag og skoraði Hlín tvennu í stórsigri gegn Lidköping.

Kristianstad vann leikinn með átta mörkum gegn einu og fer því vel af stað í bikarnum. Växjö og Häcken eru einnig með í riðlinum og hafði Hacken betur í innbyrðisviðureign liðanna í fyrstu umferð.

Guðrún Arnardóttir lék þá allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengård sem gerði átta marka jafntefli við Linköping í fyrstu umferð bikarsins. Heimakonur í Linköping leiddu 4-2 fyrir lokakaflann en Rosengard tókst að jafna.

Í efstu deild þýska boltans lék Karólína Lea Vilhjálmsdóttir allan leikinn í sóknarlínu Bayer Leverkusen en tókst ekki að skora í markalausu jafntefli í Freiburg.

Leikurinn var afar jafn og er aðeins eitt stig sem skilur liðin að um miðja deild, þar sem Leverkusen er með 21 stig eftir 15 umferðir.

Lidköping 1 - 8 Kristianstad
0-1 S. Reidy ('4)
1-1 J. Elvbo ('7)
1-2 A. Sayer ('8)
1-3 T. Tindell ('12)
1-4 C. Wickenheiser ('18)
1-5 S. Reidy ('23)
1-6 Hlín Eiríksdóttir ('47)
1-7 T. Tindell ('54)
1-8 Hlín Eiríksdóttir ('58)

Linköping 4 - 4 Rosengard

Freiburg 0 - 0 Leverkusen

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner