Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. mars 2024 19:59
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Það sáu allir að þetta átti að vera vítaspyrna
Mynd: EPA
Jürgen Klopp var ekki sáttur með dómaraákvörðun undir lok uppbótartímans í 1-1 jafnteflisleik Liverpool gegn Manchester City í risaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Staðan var jöfn þegar Liverpool sótti af miklum þunga undir lok uppbótartímans og heimtuðu leikmenn liðsins nokkrum sinnum að fá vítaspyrnu, en fengu ekki.

Eitt þessara skipta var þegar Jérémy Doku fór mjög hátt upp með fótinn og sparkaði í Alexis Mac Allister innan vítateigs, en vítaspyrna var ekki dæmd því boltinn var á milli.

„Þetta er eitthvað sem þarf að ræða. Er VAR ekki þarna til þess að taka svona ákvarðanir? Þetta er alltaf 100% brot og gult spjald sama hvar þetta gerist á vellinum. Hann sparkaði í boltann, en ef boltinn hefði ekki verið þarna þá hefði hann drepið andstæðinginn sinn," sagði Klopp að leikslokum.

„Mike Dean og aðrir dómarar munu finna einhverjar afsakanir fyrir þessu, þeir geta kannski falið sig bakvið orðalagið að 'dómarinn gerði ekki augljós mistök og því skarst VAR ekki inn í leikinn', en allir í heiminum sáu að þetta átti að vera vítaspyrna. Þetta er augljóst brot."

Klopp var einnig spurður hvort hann teldi að mark Man City hafi verið löglegt, þar sem leikmenn liðsins stóðu í vegi fyrir varnarmönnum Liverpool til að skora opnunarmark leiksins úr hornspyrnu.

„Ég hef ekki skoðað það nógu vel, en ef það má standa í vegi fyrir leikmönnum þá er ekkert að þessu. Þetta var góð hornspyrna, við bjuggumst ekki við þessu en við áttum að verjast þessu betur."

Sjáðu atvikið


Athugasemdir
banner
banner