Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. mars 2024 18:53
Ívan Guðjón Baldursson
Pep: Klopp gerir mig að betri þjálfara
Mynd: EPA
Manchester City gerði 1-1 jafntefli við Liverpool á Anfield í dag eftir gríðarlega fjöruga viðureign.

Pep Guardjola, þjálfari Manchester City, er sáttur með að hafa náð í stig á erfiðum útivelli.

„Þetta var kaflaskiptur leikur þar sem liðin skiptust á að stjórna leiknum og sækja. Það er ótrúlega erfitt að vinna á Anfield, strákarnir gáfu allt í þennan leik og ég verð að hrósa Liverpool fyrir góða frammistöðu. Við tökum þetta stig og einbeitum okkur að næsta leik," sagði Guardiola að leikslokum og var svo spurður út í skiptinguna á Kevin De Bruyne, sem virtist vera pirraður með að vera skipt af velli fyrir Mateo Kovacic á 69. mínútu.

„Það er gott að hann var pirraður, hann fær þá tækifæri í næsta leik til að sanna sig. Við þurftum leikmann á þessum tímapunkti sem er góður að halda boltanum og Kovacic er mjög góður í því, þess vegna gerði ég þessa skiptingu. Við erum sáttir með framlagið frá Kevin (De Bruyne), það er ekkert vandamál þar."

Guardiola var svo spurður út í andrúmsloftið á Anfield og samkeppnina við Jürgen Klopp, sem hættir í starfi sínu hjá Liverpool eftir tímabilið.

„Ég veit hvernig andrúmsloftið er á Anfield, það er mjög erfitt að koma hingað og vinna fótboltaleik. Það er líka mjög erfitt að koma á Etihad og vinna, Liverpool hefur ekki unnið á Etihad í átta ár. Við erum tvö stórkostleg lið og þessi samkeppni á milli okkar er jákvæð.

„Ég held ekki að þetta sé í síðasta sinn sem ég mæti Klopp, hann mun snúa aftur í fótboltann. Hann elskar að vera þjálfari. Klopp gerir okkur að betra liði og hann gerir mig að betri þjálfara. Ég vona að hann snúi aftur sem fyrst vegna þess að fótboltaheimurinn þarfnast hans."


Pep and Klopp at the full time whistle;
byu/Chelseatilidie insoccer

Athugasemdir
banner
banner