Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. mars 2024 13:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tekur Ten Hag aftur við Ajax?
Mynd: EPA

Ajax verður í leit að nýjum stjóra í sumar en Erik ten Hag stjóri Man Utd er á óskalista félagsins.


Ten Hag tók við sem stjóri Man Utd árið 2022 eftir fimm ára dvöl hjá Ajax. Pep Lijnders aðstoðarþjálfari Jurgen Klopp hjá Liverpool er einnig orðaður við starfið.

Enski miðillinn Mirror greinir frá þessu en Lijnders þykir líklegasti kosturinn en félagið myndi líklega bjóða Ten Hag starfið.

Sir Jim Ratcliffe mun taka ákvörðun um framtíð Ten Hag í sumar en stjórinn á aðeins rúmt ár eftir af samningi sínum.


Athugasemdir
banner