Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. mars 2024 15:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breiðablik bauð í Valgeir - Alex Freyr verður leikmaður Fram
Valgeir.
Valgeir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr.
Alex Freyr.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolt.net bauð Breiðablik í Valgeir Valgeirsson sem er leikmaður sænska félagsins Örebro. Tilboðinu í U21 landsliðsmanninn var hafnað.

Valgeir er samningsbundinn Örebro út tímabilið í ár. Rætt var um Valgeir í Dr. Football í gær.

„Þetta tilboð frá Blikum, Svíamegin heyrir maður að það hafi komið tilboð en Blikamegin er sagt að það hafi bara verið viðræður um möguleikann á að fá hann fyrir um 10 milljónir. Svo kom svar frá Valgeiri að hann ætlar sér að vera besti leikmaður liðsins í sumar," sagði Hjörvar Hafliðason í þættinum.

Valgeir er 21 árs og getur bæði spilað sem bakvörður, vængmaður og á miðjunni.

Fleiri tíðindi eru af Breiðabliki því Alex Freyr Elísson er á förum frá félaginu. Hann er á leið til Fram frá Breiðabliki og greindi 433.is fyrst frá því í dag. Alex kom til Breiðabliks frá Fram eftir tímabilið 2022.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net mun Alex skrifa undir samning hjá Fram á morgun.

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, er aðal hægri bakvörður liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner