Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. mars 2024 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnar Jónas aftur í Vestra (Staðfest) - Þrír aðrir skrifa undir
Gunnar Jónas með Davíð Smára, þjálfara Vestra.
Gunnar Jónas með Davíð Smára, þjálfara Vestra.
Mynd: Vestri
Penninn var á lofti á Ísafirði í kvöld þegar nokkrir leikmenn skrifuðu undir samninga við félagið.

Stærst er það að Gunnar Jónas Hauksson er kominn aftur til Vestra eftir að hafa spilað með Gróttu síðustu ár. Gunnar er 24 ára gamall fjölhæfur sóknarmaður.

Hann spilaði með Vestra sumrin 2019 og 2020, en hann snýr núna aftur til félagsins fyrir baráttuna í Bestu deildinni. Þess má geta að Gunnar er uppalinn hjá BÍ og KR.

Á síðasta tímabili spilaði hann sjö leiki í deild og bikar með Gróttu.

Þrír aðrir skrifuðu líka undir
Þá skrifuðu þeir Patrekur Bjarni Snorrason, fæddur 2007, og Benedikt Jóhann Snædal, fæddur 2006, undir sína fyrstu samninga við Vestra. Patrekur er miðjumaður og Benedikt markvörður.

Einnig framlengdi Ívar Breki Helgason, fæddur 2002, samning sinn við félagið. Ívar stóð sig gríðarlega vel síðasta sumar þegar Vestri tryggði sér sæti í Bestu deildinni.

Það verður spennandi að fylgjast með Vestra í Bestu deildinni í sumar en liðið hefur leik í deildinni gegn Fram þann 7. apríl næstkomandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner