Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 11. mars 2024 10:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sancho kennir Ten Hag um niðursveifluna á ferli sínum
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: EPA
Jadon Sancho gerði sigurmark Borussia Dortmund er liðið vann 1-2 sigur á Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni um liðna helgi.

Sancho hefur ekki fengið merkilega dóma eftir endurkomu sína til Dortmund á láni frá Manchester United en þarna átti hann jákvætt augnablik.

Núna segir Bild í Þýskalandi frá því að Sancho ætli sér ekki að snúa aftur til Man Utd eftir lánsdvölina hjá Dortmund, allavega ekki á meðan Erik ten Hag er áfram stjóri United.

Sancho kennir Ten Hag um að ferill sinn hafi staðnað og versnað til muna.

Það er óvissa um framtíð Ten Hag þar sem árangur Man Utd hefur ekki verið upp á marga fiska á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner