Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 12. mars 2024 21:02
Brynjar Ingi Erluson
Benzema og Kanté fjarverandi er Al-Ittihad datt úr leik
Sergej Milinkovic-Savic lagði upp fyrra mark leiksins
Sergej Milinkovic-Savic lagði upp fyrra mark leiksins
Mynd: EPA
Al-Hilal er komið í undanúrslit Meistaradeildar Asíu eftir að hafa unnið 2-0 sigur á Al-Ittihad í kvöld.

Tvær stærstu stjörnur Al-Ittihad, Karim Benzema og N'Golo Kanté voru ekki með liðinu í kvöld og þá fór Fabinho meiddur af velli eftir fimmtán mínútur.

Aleksandar Mitrovic, Ruben Neves, Sergej Milinkovic-Savic, Malcom og Kalidou Koulibaly voru á meðan í byrjunarliði Al-Hilal.

Milinkovic-Savic lagði upp fyrra mark Al-Hilal í leiknum áður en Malcom gerði seinna markið undir lok leiks eftir stoðsendingu frá Mitrovic. Al-Hilal vann einnig fyrri leikinn með sömu markatölu og einvígið því samanlagt, 4-0.

Al-Hilal er því búið að bóka sæti í undanúrslit keppninnar en þar mætir það Al-Ain frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Í hinum undanúrslitaleiknum er mætir Ulsan frá Suður-Kóreu annað hvort Shandong Taishan frá Kína eða Yokohama Marinos frá Japan.
Athugasemdir
banner
banner
banner