Man Utd ætlar að selja Antony - Zirkzee til Arsenal?
   mán 19. febrúar 2024 08:30
Elvar Geir Magnússon
Lockyer tjáir sig um hjartastoppið - „Ég gæti verið að deyja hérna“
Lockyer fór í hjartastopp.
Lockyer fór í hjartastopp.
Mynd: Getty Images
Lockyer í leiknum.
Lockyer í leiknum.
Mynd: Getty Images
Tom Lockyer leikmaður Luton Town fór í hjartastopp í leik gegn Luton í desember. Hjarta hans hætti að slá í tvær mínútur og 40 sekúndur en endurlífgun bar árangur.

„Ég er ótrúlega heppinn að vera á lífi," sagði Lockyer við Sky Sports en hann var sérfræðingur stöðvarinnar í kringum leik Luton gegn Manchester United.

„Ég mun fá ráðleggingar varðandi framhaldið frá heilbrigðisstarfsfólki og sérfræðingum. Ef það er möguleiki á að ég gæti spilað fótbolta aftur þá myndi ég elska það. Ég ætla hinsvegar ekki að gera neitt gegn ráðleggingum sérfræðinga," sagði hinn 29 ára gamli Lockyer sem veit ekki enn hvort hann geti snúið aftur út á völlinn.

Þetta var í annað sinn sem Lockyer lenti í hjartavandamálum á fótboltavellinum en hann hneig niður þegar Luton tryggði sér úrvalsdeildarsætið með sigri gegn Coventry á Wembley í fyrra.

Varðandi hjartastoppið gegn Bournemouth sagði Lockyer:

„Ég vaknaði upp við það að sjúkraliðið og allir aðrir voru út um allt. Þetta var öðruvísi en hitt skiptið. Þá hafði ég vaknað eins og ég væri að vakna úr draumaheimi en þarna vaknaði ég úr engu. Það voru meiri læti í fólki og ég gat hvorki talað né hreyft mig. Ég man að ég hugsaði 'Ég gæti verið að deyja hérna' og það er súrrealískt að hugsa til þess og geta ekki hreyft sig."

Lockyer segir að vikurnar og mánuðirnir eftir þetta hafi verið erfiðir. Búið er að græða bjargráð í hann og hann segist líða mjög vel í dag, þetta hafi í raun tekið meira á fjölskyldu hans en hann sjálfan.
Athugasemdir
banner
banner
banner