Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. mars 2024 22:02
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Barcelona í 8-liða úrslit - Framlengt í Lundúnum
Barcelona er komið áfram
Barcelona er komið áfram
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski skoraði þriðja mark Börsunga
Robert Lewandowski skoraði þriðja mark Börsunga
Mynd: Getty Images
Leandro Trossard fagnar marki sínu gegn Porto
Leandro Trossard fagnar marki sínu gegn Porto
Mynd: Getty Images
Spænska stórliðið Barcelona er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa unnið 3-1 sigur á Napoli á Lluis Company-leikvanginum í Barcelona í kvöld. Arsenal og Porto eru á leið í framlengingu í Lundúnum.

Yfirburði Börsunga voru miklir. Liðið komst tveimur mörkum yfir á fyrstu sautján mínútum leiksins.

Fermín Lopez gerði fyrsta markið. Raphinha fékk boltann vinstra megin við teiginn, kom honum inn í teiginn á Lopez sem skaut föstu skoti í vinstra hornið.

Tveimur mínútum síðar skoraði Joao Cancelo annað markið. Hann hirti frákastið eftir stangarskot Raphinha og kom Börsungum í þægilega forystu.

Amir Rrahmani minnkaði muninn fyrir Napoli. Miðvörðurinn var klókur. Hann spilaði boltanum út á Matteo Politano og ákvað að taka hlaupið í átt að teignum. Politano fann Rrahmani aftur sem smellhitti boltann í vinstra hornið.

Napoli-menn vildu fá vítaspyrnu snemma í síðari hálfleiknum er hin 17 ára gamli Pau Cubarsi fór aftan í Victor Osimhen í teignum en ekkert dæmt.

Börsungar sköpuðu sér urmul af færum til að ganga frá leiknum en fóru illa að ráði sínu. Þriðja markið kom fyrir rest þegar aðeins sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Robert Lewandowski skoraði þá eftir frábært samspil Sergi Roberto og Ilkay Gündogan. Roberto komst inn í teiginn og lagði hann til hliðar á Lewandowski sem potaði boltanum í markið.

Napoli reyndi að koma til baka á lokamínútunum en kom boltanum ekki í netið. Lokatölur 3-1 og fer Barcelona samanlagt áfram, 4-2. Barcelona verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit á föstudag.

Framlengt í Lundúnum

Arsenal er að vinna Porto, 1-0, á Emirates-leikvanginum í Lundúnum og er því staðan jöfn í einvíginu, 1-1.

Leandro Trossard gerði eina mark Arsenal eftir laglega sendingu Martin Ödegaard á 41. mínútu.

Porto er að spila afar skipulagðan varnarleik en Arsenal hefur fengið marga góða sénsa.

Ödegaard kom boltanum í netið á 67. mínútu en markið var dæmt af þar sem Kai Havertz virtist brjóta á Pepe og Diogo Costa áður en Ödegaard setti boltann í netið.

Búið er að flauta til leiksloka og verður leikurinn því framlengdur.

Úrslit og markaskorarar:

Arsenal 1 - 0 Porto (Framlengt)
1-0 Leandro Trossard ('41 )

Barcelona 3 - 1 Napoli (Samanlagt, 4-2)
1-0 Fermin Lopez Marin ('15 )
2-0 Joao Cancelo ('17 )
2-1 Amir Rrahmani ('30 )
3-1 Robert Lewandowski ('83 )
Athugasemdir
banner
banner