Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 12. júlí 2025 09:20
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli hafnaði tilboði í Osimhen
Galatasaray búið að bæta tilboðið
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Napoli er búið að hafna formlegu tilboði frá Galatasaray í nígeríska framherjann Victor Osimhen sem hljóðaði upp á 70 milljónir evra.

Aurelio De Laurentiis forseti Napoli vill fá 75 milljónir fyrir leikmanninn og hafnaði því tilboðinu. Galatasaray hefur þá ákveðið að koma með endurbætt tilboð sem hljóðar upp á 75 milljónir.

Það hefur þó verið sett spurningarmerki við greiðslugetu Galatasaray, sem getur einungis borgað 40 milljónir evra fyrir markakónginn. Hinar 35 milljónirnar eru tryggðar af tyrkneskum banka.

De Laurentiis þarf að hugsa sig um þar sem fleiri félög eru áhugasöm um að kaupa Osimhen. Leikmaðurinn virðist þó vera staðráðinn í því að skipta yfir til Galatasaray því honum líður vel þar eftir að hafa leikið með liðinu á lánssamningi á síðustu leiktíð.

Osimhen var markakóngur ítölsku deildarinnar þegar Napoli varð Ítalíumeistari 2023, þar sem hann skoraði 26 mörk í 32 leikjum. Hann var gríðarlega eftirsóttur en Napoli tókst að halda honum innan sinna herbúða ásamt Khvicha Kvaratskhelia, sem var svo seldur ári síðar.

Hjá Galatasaray skoraði Osimhen 37 mörk í 41 leik á sínu fyrsta tímabili - auk þess að gefa 8 stoðsendingar.

Tyrknesku risarnir unnu bæði deild og bikar með Osimhen í fremstu víglínu.
Athugasemdir