Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. mars 2024 00:13
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr Meistaradeildinni: Raya langbestur - Margir frábærir hjá Barcelona
Mynd: EPA
David Raya fær tíu í einkunn frá vefmiðlinum Goal fyrir frammistöðuna í sigri Arsenal á Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Spánverjinn, sem er á láni frá Brentford, átti stórkostlegan leik í markinu.

Hann varði tvær vítaspyrnur í vítakeppninni og kom sínu liði áfram í 8-liða úrslit.

Raya var með hæstu einkunn í liði Arsenal eða hina fullkomnu tíu! Martin Ödegaard kom næstur með 8 og þá voru nokkrir leikmenn með 7.

Einkunnir Arsenal gegn Porto: Raya (10), White (6), Saliba (5), Gabriel (7), Kiwior (6), Rice (6), Jorginho (7), Ödegaard (8), Saka (5), Havertz (5), Trossard (7).
Varamenn: Jesus (6), Zinchenko (5), Nketiah (5).

Táningarnir í Barcelona áttu geggjaðan dag í 3-1 sigri liðsins á Napoli, sem skilaði liðinu áfram. Pau Cubarsi og Lamine Yamal, sem eru 16 og 17 ára gamlir, fá 8 í einkunn, eins og Jules Kounde, Fermin Lopez og Raphinha.

Einkunnir Barcelona gegn Napoli: Ter Stegen (7), Kounde (8), Araujo (7), Cubarsi (8), Cancelo (7), Christensen (5), Lopez (8), Gündogan (7), Yamal (8), Lewandowski (6), Raphinha (8).
Varamenn: Romeu (6), Roberto (7).
Athugasemdir
banner
banner
banner