Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. mars 2024 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svona líta A- og B-lið KR út
Gregg Ryder.
Gregg Ryder.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Axel Óskar Andrésson.
Axel Óskar Andrésson.
Mynd: KR
Aron Sigurðarson.
Aron Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Alex Þór Hauksson.
Alex Þór Hauksson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
KR hefur fengið inn þrjá öfluga Íslendinga erlendis frá. Í síðustu viku skrifaði Axel Óskar Andrésson undir í Vesturbænum og áður höfðu þeir Alex Þór Hauksson og Aron Sigurðarson skrifað undir. Leikmannahópurinn er orðinn nokkuð þéttur en áfram eru sett spurningamerki við bakvarðastöðurnar, þá aðallega vinstra megin.

Fótbolti.net hefur sett upp mögulegt A- og B-lið Víkings, Vals og Breiðabliks - allt gert til gamans - og nú er komið að KR.

Hópnum er skipt upp í A- og B-lið og þarf það alls ekki að endurspegla hvernig þjálfararnir líta á stöðu leikmannanna.

Allir ofangreindir leikmenn fara inn í A-liðið og þar er einnig Guy Smit sem KR sótti í markið fyrr á þessu á ári. Stefán Árni Geirsson er í B-liðinu en hann kemur ekki inn í hópinn fyrr en í júní.

Utan hóps eru leikmenn sem hafa spilað á undirbúningstímabilinu eða komu við sögu á síðasta tímabili. B-liðið er sterkt og ljóst er að ekki allir í A- og B-liðinu geta verið í leikmannahópnum hverju sinni, því einungis átján sæti eru í boði.

Utan hóps: Óðinn Bjarkason, Sigurpáll Sören Ingólfsson, Viktor Orri Guðmundsson, Kormákur Pétur Ágústsson, Jón Arnar Sigurðsson og Aron Bjarni Arnórsson.
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Athugasemdir
banner
banner
banner