Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 15. mars 2024 21:49
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Bologna beint aftur á sigurbraut
Bologna hafði unnið sex deildarleiki í röð fyrir tapið gegn Inter og er liðið strax komið aftur á sigurbraut eftir sigur í kvöld.
Bologna hafði unnið sex deildarleiki í röð fyrir tapið gegn Inter og er liðið strax komið aftur á sigurbraut eftir sigur í kvöld.
Mynd: EPA
Empoli 0 - 1 Bologna
0-1 Giovanni Fabbian ('94)

Bologna er komið beint aftur á sigurbraut í ítalska boltanum eftir að liðið tapaði gegn toppliði Inter í síðustu umferð.

Bologna heimsótti Empoli í eina leik kvöldsins í Serie A deildinni og var staðan markalaus í leikhlé þrátt fyrir yfirburði gestanna.

Bologna var áfram sterkari aðilinn í síðari hálfleik en tókst ekki að nýta færin sín og hélst staðan markalaus allt þar til í uppbótartíma.

Þar var komið að Giovanni Fabbian, sem hafði komið inn af bekknum á 79. mínútu, að pota inn sigurmarki á 94. mínútu.

Fabbian gerði sigurmarkið dýrmæta og er Bologna búið að styrkja stöðu sína í 4. sæti ítölsku deildarinnar, þar sem liðið reynir sitt besta til að halda í meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner