Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. mars 2024 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
England: Fulham skellti Tottenham - Þægilegt fyrir Man City
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tveimur síðustu leikjum dagsins er lokið í enska boltanum, þar sem Fulham skellti Tottenham með þremur mörkum gegn engu í ensku úrvalsdeildinni.

Rodrigo Muniz skoraði tvennu og gerði Sasa Lukic eitt mark í frábærum sigri.

Leikurinn sjálfur var opinn og skemmtilegur þar sem bæði lið fengu mikið af færum, en færanýting Tottenham var ekki nægilega góð og þá átti Bernd Leno stórleik á milli stanga heimamanna.

Fulham er í neðri hluta deildarinnar eftir þennan sigur, en þó aðeins fimm stigum frá evrópubaráttunni. Tottenham er áfram í fimmta sæti en þarna mistókst liðinu að komast uppfyrir Aston Villa og í meistaradeildarsæti.

Í enska bikarnum átti Manchester City heimaleik gegn Newcastle og stafaði lítil ógn af gestunum.

Heimamenn í Manchester voru við fulla stjórn og skoraði Bernardo Silva tvennu í fyrri hálfleik, en bæði mörkin komu eftir skot sem fóru af varnarmanni og í netið.

Gestirnir frá Newcastle gerðu sig ekki líklega til að minnka muninn og varð niðurstaðan þægilegur 2-0 sigur hjá Man City, sem er annað liðið til að tryggja sig í undanúrslit enska FA bikarsins á eftir Coventry City sem lagði Wolves að velli fyrr í dag.

Fulham 3 - 0 Tottenham
1-0 Rodrigo Muniz ('42 )
2-0 Sasa Lukic ('49 )
3-0 Rodrigo Muniz ('61 )

Manchester City 2 - 0 Newcastle
1-0 Bernardo Silva ('13 )
2-0 Bernardo Silva ('31 )
Athugasemdir
banner
banner