Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. mars 2024 13:45
Aksentije Milisic
McTominay valinn leikmaður ársins hjá Skotlandi
Mynd: EPA

Scott McTominay, leikmaður Manchester United og skoska landsliðsins, var valinn leikmaður ársins hjá Skotlandi fyrir árið 2023.


Hann hafði betur gegn leikmönnum á borð við Andy Robertson, Angus Gunn, Callum McGregor, John McGinn og Ryan Porteous í kosningunni.

McTominay hefur verið frábær með landsliði Skotlands en hann skoraði alls sjö mörk þegar liðið komst uppúr riðli sínum í undankeppni fyrir EM í Þýskalandi.

Kappinn fékk verðlaunin afhend á æfingasvæði Manchester United, Carrington, en það var fyrrverandi fyrirliði skoska landsliðsins, Darren Fletcher, sem afhendi McTominay verðlaunagripinn.

„Þú átt þetta skilið," sagði Fletcher við McTominay.

„Þú, leikmennirnir, þjálfararnir, áttuð allir frábært ár. Að komast tvisvar sinnum í röð á Evrópumótið, okkur hlakkar til í sumar."


Athugasemdir
banner
banner
banner