Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. mars 2024 14:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Markvörður Bayern veikur og verður ekki með gegn Íslandi
Icelandair
Á æfingu með Bayern.
Á æfingu með Bayern.
Mynd: EPA
Ein breyting hefur orðið á ísraelska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Íslandi í umspilinu fyrir EM. Daniel Peretz, markvörður FC Bayern, hefur þurft að draga sig úr hópnum þar sem hann er veikur. Inn í hópinn kemur Gad Amos.

Peretz er 23 ára og var keyptur til Bayern frá Maccabi Tel Aviv síðasta sumar á ríflega fimm milljónir evra.

Hann á að baki einn leik fyrir Bayern, varði mark liðsins í 1. umferð þýsku bikarkeppninnar. Hann á að baki tvo landsleiki. Leikur númer tvö hjá honum í lansliðinu var gegn Andorra í síðasta leik Ísraels í undankeppninni.

Omri Glazer hafði varið mark liðsins í öllum hinum leikjum undankeppninnar. Glazer er 28 ára gamall, á að baki tólf landsleiki og er hann markvörður Rauðu stjörnunnar í Serbíu.

Amos, sem kemur inn fyrir Peretz, er 35 ára og hefur ekki spilað landsleik til þessa. Hann spilar með Maccabi Bnei Reineh í heimalandinu. Yoav Gerafi, markvörður Hapoel Haifa, er einnig í landsliðshópnum.
Athugasemdir
banner
banner