Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 19. mars 2024 14:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eriksen ósáttur við stöðu sína hjá Man Utd
Christian Eriksen.
Christian Eriksen.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Danski miðjumaðurinn Christian Eriksen er ekki sáttur við stöðu sína hjá Manchester United.

Hann viðurkennir það í samtali við Tipsbladet í Danmörku en Eriksen er núna staddur í landsliðsverkefni.

Eriksen, sem er 32 ára gamall, hefur komið við sögu í 16 deildarleikjum á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni og hefur hann aðeins byrjað níu þeirra.

„Ég er auðvitað ekki sáttur þegar ég spila ekki. Ég er samt ekki að missa svefn yfir þessu. Liðið er að standa sig vel og ég þarf að virða það," segir Eriksen.

Hann hefur rætt við Erik ten Hag, stjóra Man Utd, um stöðu sína hjá félaginu.

„Ég hef rætt við Ten Hag að ég sé ósáttur þar sem ég vil spila eins mikið og mögulegt er. Kobbie Mainoo er að standa sig vel og hinir á miðjunni líka. Það er mikil barátta um stöður og mikil samkeppni."

Eriksen er samningsbundinn Man Utd til 2026 en það hefur verið gagnrýnt að hann sé valinn í danska landsliðið á meðan hann spilar lítið.
Athugasemdir
banner
banner