Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2024 09:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Langbesta lið Ítalíu bætist í kapphlaupið um Albert
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt Gazzetta dello Sport þá hefur langefsta lið ítölsku úrvalsdeildarinnar, Inter, bæst í kapphlaupið um Albert Guðmundsson.

Juventus hefur einnig sýnt honum áhuga og þá er enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham með augastað á íslenska landsliðsmanninum.

Það verður hörð barátta um Albert í sumar en Gazzettan segir frá því að Inter sé að ræða við Genoa um möguleg kaup á Alberti.

Genoa er að biðja um að minnsta kosti 30 milljónir evra fyrir Albert sem hefur átt stórkostlegt tímabil.

Albert, sem er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn, hefur skorað 12 mörk í 29 leikjum í öllum keppnum á yfirstandandi tímabili.

Inter er sem stendur með 14 stiga forskot á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner