Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 20. mars 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bayern ætlar ekki að hringja í Klopp
Mynd: EPA

Bayern Munchen ætlar ekki að reyna sannfæra Jurgen Klopp stjóra Liverpool um að taka við liðinu í sumar.


Klopp mun yfirgefa Liverpool í sumar en hann tilkynnti fyrr á þessu tímabili að hann sé að verða orkulaus og þurfi pásu frá fótbolta.

Bayern hefur tilkynnt að Thomas Tuchel stjóri liðsins muni hætta með liðið eftir tímabilið eftir slakt gengi en Max Eberl stjórnarmaður félagsins sagði í viðtali við Bild að Klopp muni ekki verða eftirmaður Tuchel.

„Ég mun ekki hringja í Klopp og bjóða honum starfið. Ég veit hvað það þýðir þegar Klopp sagðist vera orðinn orkulaus. Fáir átta sig betur á því heldur en ég því ég gekk í gegnum það sama. Þess vegna mun ég ekki hringja í hann," sagði Eberl.


Athugasemdir
banner
banner
banner