Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. mars 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einn liðsfélagi heillað Hákon sérstaklega - „Alveg geggjaður"
Icelandair
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bryan Mbeumo.
Bryan Mbeumo.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson var á dögunum keyptur til Brentford á Englandi eftir hafa slegið í gegn með Elfsborg í Svíþjóð.

Hákon, sem er 22 ára gamall, var besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta ári en Brentford keypti hann fyrir 3,5 milljónir evra.

Hákon hefur ekki enn spilað með Brentford en það gerist vonandi á næsta tímabili. Hann hefur verið á fullu í því að koma sér inn í hlutina og hefur fengið góða reynslu af því að æfa með liðinu. En hver er bestur að klára færin á æfingum hjá Brentford?

„Bryan Mbeumo er kominn til baka og hann er frábær leikmaður, alveg geggjaður. Gæðin hans á boltanum og hvað hann er góður að klára færin sín... mér finnst hann mjög góður," sagði Hákon í hlaðvarpsviðtali við Fótbolta.net í gær.

„Fyrir utan teig eru þeir alveg nokkrir með frábær skot, þeir eru með mjög stöðug skot margir. Svo er Ivan Toney frábær í teignum. Hann nær alltaf góðu skoti jafnvel þó svo að hann sé í ömurlegri stöðu. Það er málið með þessa leikmenn, þeir ná alltaf að hitta á markið og ná alltaf gefa markverðinum áskorun."

Mbeumo er að koma til baka úr meiðslum og það mun hjálpa Brentford.

„Þetta var besti leikmaður liðsins áður en hann meiddist. Hann var að gera fullt í byrjun tímabilsins, varðandi mörk og stoðsendingar. Þetta er geggjaður leikmaður og það verður gott að fá hann til baka eftir landsleikjagluggann," sagði Hákon.
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Athugasemdir
banner
banner