Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. mars 2024 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Neuer ekki með þýska landsliðinu - Gæti misst af Dortmund
Mynd: EPA
Endurkoma Manuel Neuer í þýska landsliðið átti að vera í þessu landsleikjahléi en henni verður seinkað vegna vöðvameiðsla.

Þýskir fjölmiðlar eru búnir að greina frá því að Julian Nagelsmann, landsliðsþjálfari Þýskalands, hafi valið Neuer sem aðalmarkvörð fyrir EM á heimavelli í sumar og þá verður Marc-Andre ter Stegen varamarkvörður.

Neuer er 37 ára gamall og verður frá næstu vikuna hið minnsta og missir því af æfingalandsleikjum gegn Frakklandi og Hollandi í aðdraganda Evrópumótsins.

Nagelsmann segir að Neuer þurfi að gangast undir frekari rannsóknir til að finna út hversu alvarleg meiðslin eru, en hann gæti misst af stórleik FC Bayern gegn Borussia Dortmund í þýsku deildinni sem fer fram laugardaginn 30. mars.


Athugasemdir
banner
banner
banner