Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henry: Griezmann vanmetnasti fótboltamaður í heimi
Antoine Griezmann.
Antoine Griezmann.
Mynd: EPA
Thierry Henry, einn besti fótboltamaður sögunnar, er á því að Antoine Griezmann sé alveg gríðarlega vanmetinn.

Griezmann er lykilmaður fyrir Atletico Madrid og hefur spilað alveg ótrúlega stórt hlutverk í mögnuðum árangri Frakklands síðustu árin, en fær þrátt fyrir það kannski ekki alveg þá ást sem hann á skilið.

Henry er þjálfari U21 landslið Frakklands og mun hann stýra franska liðinu á Ólympíuleikunum næsta sumar. Hann má velja þrjá leikmenn sem eru eldri en 23 ára í hópinn en í frönskum fjölmiðlum hefur það komið fram að hann vonist til að velja Kylian Mbappe, Olivier Giroud og Griezmann.

Í viðtali við Le Parisien hrósaði hann Griezmann í hástert og lét nokkur stór orð falla.

„Hann er án efa vanmetnasti leikmaður í heimi. Við tölum mjög oft um Kylian (Mbappe) en sjáið Griezmann... sjáið sendingarnar hans og mörkin."

Griezmann hefur tekið þátt í síðustu 84 landsleikjum Frakklands í röð frá árinu 2016, en í heildina á hann 44 mörk og 38 stoðsendingar í 127 landsleikjum. Hann er núna í þessum mánuði að missa af sínum fyrstu landsleikjum í átta ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner