Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2024 22:55
Brynjar Ingi Erluson
Stefán Teitur kemur inn í hópinn fyrir leikinn gegn Úkraínu
Icelandair
Stefán Teitur Þórðarson
Stefán Teitur Þórðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
MIðjumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Úkraínu á þriðjudag en þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnusambandi Íslands.

Arnór Ingvi Traustason meiddist í 4-1 sigrinum á Ísrael í undanúrslitum EM-umspilsins í kvöld og er tæpur fyrir síðari leikinn en þá meiddist Arnór Sigurðsson einnig eftir ljóta tæklingu frá Roy Revivo.

Stefán Teitur hefur því verið kallaður inn í hópinn en hann hefur spilað vel með danska liðinu Silkeborg á þessu tímabili.

Skagamaðurinn spilaði sinn fyrsta A-landsleik í 1-0 sigri á Kanada fyrir fjórum árum en síðan þá hefur hann spilað átján leiki til viðbótar og skorað eitt mark.

Ísland mætir Úkraínu í úrslitum umspilsins á þriðjudag klukkan 19:45 en leikurinn fer fram á Tarczynski Arena Wroclaw í Wroclaw, Póllandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner