Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 21. mars 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrjú félög vilja 100 milljón evra miðjumann - Adarabioyo og Murillo eftirsóttir
Powerade
Georgiy Sudakov.
Georgiy Sudakov.
Mynd: Getty Images
Tottenham vill Gallagher.
Tottenham vill Gallagher.
Mynd: EPA
Hvað gerir Tosin Adarabioyo?
Hvað gerir Tosin Adarabioyo?
Mynd: Getty Images
Murillo er eftirsóttur.
Murillo er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Gleðilegan fimmtudaginn, gleðilegan leikdag. Íslenska landsliðið spilar í kvöld gríðarlega mikilvægan leik gegn Ísrael í umspilinu fyrir Evrópumótið. En við byrjum þennan dag að sjálfsögðu á slúðrinu. Þetta er það helsta:

Tottenham er að undirbúa sig fyrir að sækja Conor Gallagher (24) frá Chelsea í sumar. Samningur miðjumannsins rennur út sumarið 2025. (Teamtalk)

Liverpool, Tottenham og AC Milan eru á meðal félaga sem hafa áhuga á Tosin Adarabioyo (26), miðverði Fulham, en Lundúnafélagið ætlar sér að bjóða honum nýjan og betri samning. (Standard)

Tottenham hefur jafnframt áhuga á Raphinha (27), kantmanni Barcelona. (Sport)

Chelsea leiðir kapphlaupið um Victor Osimhen (25), sóknarmann Napoli, en Paris Saint-Germain hefur enn áhuga. Napoli vonast til að fá 130 milljónir evra fyrir hann. (Calciomercato)

Arsenal, Chelsea og Manchester United hafa áhuga á Georgiy Sudakov (21), miðjumanni Shakhtar Donetsk og úkraínska landsliðsins. Hann er metinn á 100 milljónir evra. (Teamtalk)

Liverpool, Arsenal og Chelsea eru á meðal félaga sem hafa áhuga á Murillo (21), miðverði Nottingham Forest. (Mail)

Liverpool gerir hugsanlega þriðju tilraunina á að fá Lloyd Kelly (25), miðvörð Bournemouth. (Liverpool Echo)

Kobbie Mainoo (18), sem var nýverið valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn, er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Man Utd. (HITC)

Thiago Silva (39), miðvörður Chelsea, er í reglulegu sambandi við forráðamenn Fluminense í Brasilíu. Þar hóf Silva feril sinn og það er spurning hvort að hann muni snúa þangað aftur áður en skórnir fara upp á hillu. (Sun)

Eddie Howe, stjóri Newcastle, Graham Potter og Gary O'Neil, stjóri Wolves, koma til með að berjast um landsliðsþjálfarastarf Englands ef Gareth Southgate hættir til að taka við Man Utd. (Mirror)

Bayern München snýr sér hugsanlega að Jose Mourinho í stjóraleit sinni en Mourinho er án starfs í augnablikinu eftir að hafa verið rekinn frá Roma. (Mirror)

Antonio Conte, fyrrum stjóri Chelsea og Tottenham, er líka til skoðuna hjá Bayern. (La Repubblica)

Arsenal ætlar sér að bjóða miðjumanninum Jorginho (32) nýjan samning. (Football Insider)

Angel Di Maria (36), kantmaður Benfica, er að íhuga það að snúa aftur til Rosario Central í heimalandi sínu, Argentínu. (ESPN)

Victor Lindelöf (29), varnarmaður Man Utd, segist ekki hafa neina löngun til að spila í Sádi-Arabíu. (Fotbollskanalen)

Leeds ætlar sér að bjóða miðjumanninum Archie Gray nýjan og betri samning í sumar þar sem allra stærstu félög Englands hafa verið að sýna honum áhuga. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner