Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
banner
   fös 21. júlí 2023 21:36
Anton Freyr Jónsson
Eiður Aron: Alex alveg jafn mikill fyrirliði liðsins og ég
Eiður Aron Sigurbjörnsson varnarmaður ÍBV
Eiður Aron Sigurbjörnsson varnarmaður ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Svekkelsi. Fyrri hálfleikurinn var bara hörmulegur, við töpuðum leiknum þar, vorum langt frá mönnum en seinni hálfleikurinn var alltar annar." sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson varnarmaður ÍBV eftir tapið gegn Breiðablik 3-1.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍBV

ÍBV fékk dauðafæri í stöðunni 0-0 og til að komast yfir í leiknum. Hefði það breytt einhverju að komast yfir í leiknum?

„Við verðum að nýta alla sénsa sem við fáum, við fáum alltaf færi og á móti liði eins og Breiðablik þá bara verðum við að skora."

„Ég er bara fínn. Það er búið að vera bras á líkamanum og 50 mínútur í dag og það var bara svona skynsemi að fara útaf og ég verð klár í næsta leik. Mjöðmin á mér er í smá brasi, það kom einhver tími þarna sem ég gat ekkert æft en ég er allt annar í dag, 50 mínútur í dag og eins og ég segi klár í næsta leik."

Eiður Aron Sigurbjörnsson var ekki með bandið í dag og talar hann um að meiðslin séu að spila inn í það. 

„Það tengist bæði meiðslunum og ég er búin að vera svolítið inn og út og ekki geta æft og Alex (Freyr Hilmarsson)  er alveg jafn mikill fyrirliði liðsins og ég, pirrar mig svosem ekki að vera með eitthvað band eða ekki og á meðan ég er svona inn og út er eina vitið að hann sé með bandið finnst mér."



Athugasemdir
banner
banner