Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. mars 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Líkir Mainoo við Bellingham - „Hann er með allan pakkann“
Kobbie Mainoo
Kobbie Mainoo
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham
Jude Bellingham
Mynd: EPA
Harry Maguire, varnarmaður Manchester United og enska landsliðsins, segir margt líkt með þeim Kobbie Mainoo og Jude Bellingham.

Á dögunum var hinn 18 ára gamli Mainoo kallaður inn í enska landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikina gegn Brasilíu og Belgíu.

Frammistaða hans með Manchester United hefur vakið verðskuldaða athygli og er hann nú að fá tækifærið með landsliðinu.

Maguire segir að Mainoo eigi góðan möguleika á að komast með á EM í sumar og líkir honum þá við Jude Bellingham, leikmann Real Madrid, sem var einnig tekinn inn í landsliðið þegar hann var aðeins 17 ára gamall.

„Ég sé ekki af hverju hann ætti ekki að vera klár. Það er auðvitað stórt að fá reynslu á stórmóti en ungu strákarnir koma líka inn og stundum spila þeir án ótta og það getur gert þá frábæra. Ég hef engar áhyggjur og það er í raun ótrúlegt því hann er aðeins 18 ára gamall, en svo þroskaður. Hann er svolítið eins og Jude, þegar hann var ungur. Hann er mjög þroskaður og ég hef engar áhyggjur því ég sé hann á hverjum degi og hæfileika hans á æfingum. Hann vill vera leggja hart að sér og gera vel. Ég óskaði honum til hamingju, að þetta væri verðskuldað og hann ætti að halda áfram á sömu braut og njóta.“

„Hann er með allan pakkann. Hann getur meðhöndlað boltann frábærlega, er sterkur, kraftmikill og þú sérð framfararnir sem hann hefur náð með að spila þetta hlutverk og sérstaklega hjá Manchester United. Í augnablikinu eigum við marga góða miðjumenn, margir sem hafa verið þarna og sýnt að þeir geta gert þetta á stórmótum. Hann mun halda áfram að leggja hart að sér, það er ég viss um því hann er frábær náungi. Það eru spennandi tímar framundan hjá honum og fjölskyldu hans. Sjáum hvert það leiðir hann,“
sagði Maguire.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner