Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. mars 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vilja meira en 50 milljónir punda fyrir sína mikilvægustu leikmenn
Morgan Gibbs-White.
Morgan Gibbs-White.
Mynd: Getty Images
Fjögur stig voru tekin af Nottingham Forest á dögunum þar sem félagið braut fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar. Forest er annað liðið sem missir stig á þessu tímabili en áður voru sex stig tekin af Everton.

Þessi tíðindi koma kannski ekki mikið á óvart þegar litið er til leikmannakaupa Forest undanfarin ár en félagið hefur keypt hvern leikmanninn á fætur öðrum eftir að liðið komst upp í deildina.

Forest gæti þurft að selja lykilmenn fyrir 30. júní næstkomandi til að forðast frekari refsingar en það er í skoðun hjá félaginu.

Í enskum fjölmiðlum hefur verið talað um að miðjumaðurinn Morgan Gibbs-White og varnarmaðurinn Murillo verði hugsanlega seldir frá félaginu.

En Telegraph segir frá því í dag að þessir tveir leikmenn fari ekki ódýrt. Brennan Johnson var seldur frá Forest til Totteham fyrir 47,5 milljónir punda síðasta sumar en Gibbs-White og Murillo verða ekki ódýrari. Félagið mun biðja um meira en 50 milljónir punda fyrir þá báða.

Það verður áhugavert að sjá hvað gerist en Forest er núna í mikilli baráttu um að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner