Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Farioli að taka við Ajax
Francesco Farioli.
Francesco Farioli.
Mynd: Getty Images
Ítalinn Francesco Farioli verður næsti þjálfari Ajax í Hollandi en Voetbal International í Hollandi sagði fyrst frá þessu.

Farioli mun skrifa undir langtímasamning við Ajax en verið er að ganga frá smáatriðunum.

Farioli þykir einn mest spennandi þjálfari Evrópu. Hann er 35 ára gamall en stýrði Nice í Frakklandi á síðasta tímabili. Hann þjálfaði þar áður Alanyaspor og Fatih Karagumruk í Tyrklandi.

Þessi ungi og efnilegi þjálfari var líka orðaður við Chelsea og Brighton, en er að taka við Ajax.

Ajax átti hörmulegt síðasta tímabil og endaði liðið í fimmta sæti hollensku deildarinnar. Kristian Nökkvi Hlynsson er á meðal leikmanna félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner