Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   fös 14. júní 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Axel Witsel framlengir við Atlético Madrid
Mynd: EPA
Mynd: Heimasíða Atlético Madríd
Axel Witsel er búinn að framlengja samning sinn við Atlético Madrid um eitt ár.

Witsel, sem er 35 ára gamall, sinnti lykilhlutverki í liði Atlético á nýliðinni leiktíð, þar sem hann spilaði vel yfir 4000 mínútur í hjarta varnarinnar.

Witsel tók þátt í 51 leik á tímabilinu og var valinn í belgíska landsliðshópinn sem fer á EM í sumar.

Witsel, sem er miðjumaður að upplagi, hefur staðið sig frábærlega í fimm manna varnarlínu Atlético frá komu sinni til félagsins.

Belginn leikreyndi lék fyrir Borussia Dortmund áður en hann skipti til Atlético, en hann hefur einnig spilað fyrir Anderlecht, Benfica og Zenit á ferlinum - auk þess að eiga 132 landsleiki að baki.


Athugasemdir
banner
banner