Newcastle undirbýr nýtt tilboð í Calvert-Lewin - Napoli hefur enn áhuga á Lukaku - Balotelli til Corinthians?
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Árni Guðna: Erum ekkert verri en önnur lið í deildinni
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Dreymdi um 1-0 sigur en fékk meira - „Ég er orðin sveitt aftur"
Sandra María: Vorum í þeirra sporum og tileinkum þeim sigurinn
Glódís meyr og stolt - „Shit, ég get náð honum"
Ingibjörg beðið lengi - „Var gráti nær að fagna þessu"
Natasha: Æði að heyra í öllum stelpunum öskra okkur áfram
Sveindís ótrúlega vinsæl - „Hlakka til að fá að spila með þeim"
Alexandra: Það er ekkert verra svo að það varð að veruleika
Karólína ætlar að dansa fram á nótt - „Eruð eiginlega að stela okkur úr fagnaðarlátunum"
Óli Íshólm: Mun sakna Hlyns
Úlfur: Leikmaður Leiknis sló Dag Austmann í hnakkann
Ari Steinn: Erum fyrst og fremst að skapa nýtt lið
Rúnar Kristins um lætin í lokin: Hann hefur engan rétt á því
Óli Hrannar: Það myndu öll lið sakna hans
Óli Valur: Ekkert skemmtilegra í heiminum en að spila með Stjörnunni
Chris Brazell mjög ósáttur við spurningu fréttaritara
Pálmi Rafn brjálaður eftir leik: Það sýður á mér
   lau 15. júní 2024 20:30
Sölvi Haraldsson
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Svekkelsi að tapa þessu á einhverju once in a lifetime marki. Í leik sem við vorum ofan á í fyrri en við komum ekki alveg nógu góðir út í seinni hálfleikinn. Svo kom bara þetta once in a lifetime mark og leikurinn spilaðist bara eins og hann spilaðist.“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs Akureyri, eftir svekkjandi 1-0 tap þeirra í Grafarvoginum í dag gegn Fjölni.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Þór

Sigurður talar um að hann hafi verið ánægður með fyrri hálfleikinn en ekki svo mikið seinni hálfleikinn.

Mér fannst frammistaðan heilt yfir ágæt í dag. Við vorum ánægðir með okkur í hálfleiknum, flottir  í fyrri hálfleik fannst mér. Við komum úr erfiðum leik gegn Stjörnunni á þriðjudaginn og völlurinn þurr og þungur. Þetta var alveg hægt en ég var alveg ánægður með liðið. Mér líður eins og hlutirnir eru ekki alveg að falla fyrir okkur og við erum ekki alveg að uppskera það sem við erum að sá. Þetta er stöngin út hjá okkur. Liðið lítur alveg vel út en við þurfum að fara að vinna leiki. Hlutirnir detta meira fyrir þig þegar þú leggur meira á þig og við erum tilbúnir í það.

Sigurður talar um að liðið þarf að fara að byrja að vinna leiki en hvernig gera þeir það?

Við þurfum að halda áfram að spila. Mér fannst við eiga skilið að fá meira úr þessum leik og öðrum leikjum líka. Við þurfum að leggja meira á okkur. Við þurfum að láta hlutina detta fyrir okkur. Við erum búnir með erfiða leiki. Við þurfum bara að vera jákvæðir og setja kassann út. Ég er sannfærður um að liðið mun standa sig mun betur í næsta leik.

Næsti leikur Þórs er á heimavelli gegn Leikni en Sigurður segir að leikurinn verði öðruvísi fyrir hann og Árna Elvar í Þórsliðinu.

Það verða tilfinningar í því. Það er leikmaður hérna hjá mér sem hefur spilað allt sitt líf með Leikni. Það verður öðruvísi leikur en við verðum tilbúnir í þann leik, það er ljóst.

Viðtalið við Sigurð Heiðar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner