Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net annað kvöld
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
   lau 15. júní 2024 20:30
Sölvi Haraldsson
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Svekkelsi að tapa þessu á einhverju once in a lifetime marki. Í leik sem við vorum ofan á í fyrri en við komum ekki alveg nógu góðir út í seinni hálfleikinn. Svo kom bara þetta once in a lifetime mark og leikurinn spilaðist bara eins og hann spilaðist.“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs Akureyri, eftir svekkjandi 1-0 tap þeirra í Grafarvoginum í dag gegn Fjölni.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Þór

Sigurður talar um að hann hafi verið ánægður með fyrri hálfleikinn en ekki svo mikið seinni hálfleikinn.

Mér fannst frammistaðan heilt yfir ágæt í dag. Við vorum ánægðir með okkur í hálfleiknum, flottir  í fyrri hálfleik fannst mér. Við komum úr erfiðum leik gegn Stjörnunni á þriðjudaginn og völlurinn þurr og þungur. Þetta var alveg hægt en ég var alveg ánægður með liðið. Mér líður eins og hlutirnir eru ekki alveg að falla fyrir okkur og við erum ekki alveg að uppskera það sem við erum að sá. Þetta er stöngin út hjá okkur. Liðið lítur alveg vel út en við þurfum að fara að vinna leiki. Hlutirnir detta meira fyrir þig þegar þú leggur meira á þig og við erum tilbúnir í það.

Sigurður talar um að liðið þarf að fara að byrja að vinna leiki en hvernig gera þeir það?

Við þurfum að halda áfram að spila. Mér fannst við eiga skilið að fá meira úr þessum leik og öðrum leikjum líka. Við þurfum að leggja meira á okkur. Við þurfum að láta hlutina detta fyrir okkur. Við erum búnir með erfiða leiki. Við þurfum bara að vera jákvæðir og setja kassann út. Ég er sannfærður um að liðið mun standa sig mun betur í næsta leik.

Næsti leikur Þórs er á heimavelli gegn Leikni en Sigurður segir að leikurinn verði öðruvísi fyrir hann og Árna Elvar í Þórsliðinu.

Það verða tilfinningar í því. Það er leikmaður hérna hjá mér sem hefur spilað allt sitt líf með Leikni. Það verður öðruvísi leikur en við verðum tilbúnir í þann leik, það er ljóst.

Viðtalið við Sigurð Heiðar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner