Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   fös 14. júní 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lille selur lykilmenn í sumar
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Olivier Létang, forseti franska félagsins Lille, staðfesti í gær að tvær skærustu stjörnur félagsins munu líklegast fara í sumar.

Hákon Arnar Haraldsson sýndi flotta frammistöðu eftir að hann var keyptur til Lille á síðustu leiktíð en hann gæti verið að missa liðsfélagana Jonathan David og Leny Yoro burt.

„Leny og Jonathan geta yfirgefið félagið í sumar vegna þess að þeir eiga bara eitt ár eftir af samningi. Við munum hlusta á öll tilboð," sagði Létang.

David er 24 ára framherji sem kom að 35 mörkum í 47 leikjum í öllum keppnum. AS Roma og Atlético Madrid eru talin hafa mikinn áhuga á kappanum, sem gæti þó kostað um 30 milljónir evra.

Yoro er 18 ára miðvörður sem festi sig í sessi sem mikilvægur hlekkur í hjarta varnarinnar hjá Lille á nýliðnu tímabili.

Öll stærstu lið Evrópu hafa áhuga á honum en leikmaðurinn sjálfur hefur ákveðið að setja Real Madrid í forgang, þó að PSG, Liverpool, Manchester United og Chelsea séu öll gífurlega áhugasöm.

Talið er að Yoro gæti kostað rúmlega 50 milljónir evra þrátt fyrir að eiga aðeins eitt ár eftir af samningi.
Athugasemdir
banner
banner
banner