Newcastle undirbýr nýtt tilboð í Calvert-Lewin - Napoli hefur enn áhuga á Lukaku - Balotelli til Corinthians?
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Árni Guðna: Erum ekkert verri en önnur lið í deildinni
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Dreymdi um 1-0 sigur en fékk meira - „Ég er orðin sveitt aftur"
Sandra María: Vorum í þeirra sporum og tileinkum þeim sigurinn
Glódís meyr og stolt - „Shit, ég get náð honum"
Ingibjörg beðið lengi - „Var gráti nær að fagna þessu"
Natasha: Æði að heyra í öllum stelpunum öskra okkur áfram
Sveindís ótrúlega vinsæl - „Hlakka til að fá að spila með þeim"
Alexandra: Það er ekkert verra svo að það varð að veruleika
Karólína ætlar að dansa fram á nótt - „Eruð eiginlega að stela okkur úr fagnaðarlátunum"
Óli Íshólm: Mun sakna Hlyns
Úlfur: Leikmaður Leiknis sló Dag Austmann í hnakkann
Ari Steinn: Erum fyrst og fremst að skapa nýtt lið
Rúnar Kristins um lætin í lokin: Hann hefur engan rétt á því
Óli Hrannar: Það myndu öll lið sakna hans
Óli Valur: Ekkert skemmtilegra í heiminum en að spila með Stjörnunni
Chris Brazell mjög ósáttur við spurningu fréttaritara
Pálmi Rafn brjálaður eftir leik: Það sýður á mér
   lau 15. júní 2024 19:03
Sævar Þór Sveinsson
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Sandra María Jessen hefur nú skorað 101 mark samtals í efstu deild.
Sandra María Jessen hefur nú skorað 101 mark samtals í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tók á móti Þór/KA í dag þar sem Akureyrarliðið bar sigur úr býtum með fjórum mörkum gegn einu. Sandra María Jessen náði stórum áfanga í dag þegar hún skoraði tvö mörk í leiknum og er þar með komin með 101 mark í efstu deild. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  4 Þór/KA

Sandra var afar ánægð með það að hafa náð þessum áfanga.

Það er klárlega búið að vera markmiðið í ákveðinn tíma að ná þeirri tölu og bara rosa stolt af því að það hafi komið í dag ekki síst þegar sigurinn var svona.

Aðspurð að því hvaða mark sé eftirminnilegast hafði hún þetta að segja.

Ætli það hafi ekki verið þegar ég tryggði okkur Íslandsmeistaratitilinn árið 2017. Það stendur kannski mest upp úr. Auðvitað hafa verið mörg mikilvæg og mörg sem kannski hafa ekki beint skipt máli en það er alltaf gaman að skora.

Einnig var Sandra afar stolt af sínu liði í leiknum við Stjörnuna í dag.

Bara rosalega stolt af okkur. Þetta var erfiður útivöllur til að ná í þrjú stig á og mér fannst við stíga upp eftir því sem leið á leikinn og eiga mjög flottan seinni hálfleik þannig maður er stolt núna.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner