Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
   lau 15. júní 2024 19:03
Sævar Þór Sveinsson
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Sandra María Jessen hefur nú skorað 101 mark samtals í efstu deild.
Sandra María Jessen hefur nú skorað 101 mark samtals í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tók á móti Þór/KA í dag þar sem Akureyrarliðið bar sigur úr býtum með fjórum mörkum gegn einu. Sandra María Jessen náði stórum áfanga í dag þegar hún skoraði tvö mörk í leiknum og er þar með komin með 101 mark í efstu deild. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  4 Þór/KA

Sandra var afar ánægð með það að hafa náð þessum áfanga.

Það er klárlega búið að vera markmiðið í ákveðinn tíma að ná þeirri tölu og bara rosa stolt af því að það hafi komið í dag ekki síst þegar sigurinn var svona.

Aðspurð að því hvaða mark sé eftirminnilegast hafði hún þetta að segja.

Ætli það hafi ekki verið þegar ég tryggði okkur Íslandsmeistaratitilinn árið 2017. Það stendur kannski mest upp úr. Auðvitað hafa verið mörg mikilvæg og mörg sem kannski hafa ekki beint skipt máli en það er alltaf gaman að skora.

Einnig var Sandra afar stolt af sínu liði í leiknum við Stjörnuna í dag.

Bara rosalega stolt af okkur. Þetta var erfiður útivöllur til að ná í þrjú stig á og mér fannst við stíga upp eftir því sem leið á leikinn og eiga mjög flottan seinni hálfleik þannig maður er stolt núna.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner