
Leiknir er í þjálfaraleit eftir að Vigfús Arnar Jósepsson sagði upp störfum sem þjálfari liðsins eftir arfaslaka frammistöðu gegn Keflavík á dögunum en leiknum lauk með 5-0 sigri Keflavíkur.
Leiknir er aðeins með þrjú stig á botninum í Lengjudeildinni eftir sex umferðir. Liðið mætir Grindavík á morgun.
Oscar Clausen, formaður Leiknis, sagði frá því í samtali við Fótbolta.net á dögunum að Garðar Gunnar Ásgeirsson væri að stjórna æfingum liðsins og hann var þjálfari Leiknis 2004-2006, 2008 og hluta af tímabilinu 2011.
Hann mun vera við stjórnvölin þegar liðið mætir Grindavík en Leiknir tilkynnti í dag að Ólafur Hrannar Kristjánsson hafi verið ráðinn inn í þjálfarateymi liðsins.
Ólafur Hrannar, sem er 34 ára, er uppalinn Leiknismaður en hann lék með liðinu frá 2009-2016 og var einnig fyririliði liðsins.
Leiknir hefur náð samkomulagi við kunnuglegt andlit ??
— Leiknir Reykjavík (@LeiknirRvkFC) June 14, 2024
Ólafur Hrannar Kristjánsson, fyrrum fyrirliði Leiknis, hefur verið ráðinn inn í þjálfarateymið.
Það verður ekkert mikið stærra en það. Velkominn heim ???? pic.twitter.com/wmpv2hnv7x

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |