Newcastle undirbýr nýtt tilboð í Calvert-Lewin - Napoli hefur enn áhuga á Lukaku - Balotelli til Corinthians?
   fös 14. júní 2024 22:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Garðar Gunnar og Óli Hrannar stýra Leikni á morgun
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar í leik með Leikni á sínum tíma
Ólafur Hrannar í leik með Leikni á sínum tíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leiknir er í þjálfaraleit eftir að Vigfús Arnar Jósepsson sagði upp störfum sem þjálfari liðsins eftir arfaslaka frammistöðu gegn Keflavík á dögunum en leiknum lauk með 5-0 sigri Keflavíkur.


Leiknir er aðeins með þrjú stig á botninum í Lengjudeildinni eftir sex umferðir. Liðið mætir Grindavík á morgun.

Oscar Clausen, formaður Leiknis, sagði frá því í samtali við Fótbolta.net á dögunum að Garðar Gunnar Ásgeirsson væri að stjórna æfingum liðsins og hann var þjálfari Leiknis 2004-2006, 2008 og hluta af tímabilinu 2011.

Hann mun vera við stjórnvölin þegar liðið mætir Grindavík en Leiknir tilkynnti í dag að Ólafur Hrannar Kristjánsson hafi verið ráðinn inn í þjálfarateymi liðsins.

Ólafur Hrannar, sem er 34 ára, er uppalinn Leiknismaður en hann lék með liðinu frá 2009-2016 og var einnig fyririliði liðsins.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fjölnir 12 8 3 1 22 - 12 +10 27
2.    Njarðvík 11 6 2 3 22 - 15 +7 20
3.    ÍBV 12 5 4 3 24 - 15 +9 19
4.    ÍR 12 5 4 3 19 - 17 +2 19
5.    Grindavík 12 4 5 3 20 - 19 +1 17
6.    Þróttur R. 12 4 3 5 20 - 18 +2 15
7.    Keflavík 12 3 6 3 16 - 14 +2 15
8.    Þór 11 3 5 3 18 - 18 0 14
9.    Afturelding 11 4 2 5 16 - 22 -6 14
10.    Leiknir R. 12 4 0 8 13 - 20 -7 12
11.    Grótta 12 2 4 6 18 - 28 -10 10
12.    Dalvík/Reynir 11 1 4 6 12 - 22 -10 7
Athugasemdir
banner
banner
banner