Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
banner
   fös 14. júní 2024 15:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nuri Sahin nýr stjóri Dortmund (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Dortmund hefur tilkynnt að Nuri Sahin sé tekinn við sem aðalþjálfari liðsins. Hann tekur við eftir að Edin Terzic sagði nokkuð óvænt af sér í gær.

Sahin er fyrrum leikmaður Dortmund og var þjálfari Antalyaspor á árunum 2021-23. Sahin er Tyrki en er fæddur í Þýskalandi og fékk sitt fótboltauppeldi þar. Sahin var aðstoðarþjálfari Dortmund seinni hluta síðasta tímabils.

Hann er uppalinn hjá Dortmund lék með liðinu á árunum 2005-2011 og aftur 2013-2018.

Hann lék einnig með Liverpoool og Real Madrid á sínum ferli. Á sínum tíma var Sahin einn efnilegasti miðjumaður heims en náði aldrei þeim hæðum sem vonir stóðust til eftir að hann var keyptur til Real Madrid árið 2011.

Sahin er 35 ára. Hann lék sem miðjumaður á sínum leikmannaferli sem lauk árið 2021 eftir veru hjá Antalyaspor.

Sahin skrifar undir þriggja ára samning við Dortmund.
Athugasemdir
banner
banner