Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 15. júní 2024 19:51
Sölvi Haraldsson
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst þetta vera massíf frammistaða hjá okkur.“ sagði Úlfur Arnar, þjálfari Fjölnis, eftir góðan 1-0 sigur á Þór Akureyri í dag á Extra vellinum.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Þór

Úlfur segir að frammistaðan í dag hafi verið gífurlega þroskuð og góð hjá hans mönnum.

Hrós á þessa gaura aftast að halda búrinu hreinu. Það er erfitt að eiga við þessa sóknarmenn Þórs. Ég er hrikalega ánægður með strákana.

Það er ekki langt síðan Fjölnir og Þór mættust í bikarnum en þá tapaði Fjölnir 2-0, sá leikur var spilaður inni í Egilshöllinni. Núna unnu Fjölnir 1-0 en Úlli segir að Fjölnisliðið hafi verið miklu betra fram á við í dag en þá.

Við sköpuðum okkur meira og vorum heilt yfir betri sóknarlega. Síðan gáfum við þeim fyrsta markið í leiknum seinast. Það var jafn leikur en fyrsta markið í leikjum í þessari deild skiptir alltaf gífurlega miklu máli. Við töluðum um það í hálfleiknum að fyrsta markið myndi vera mikilvægt sem var raunin.

Næsti leikur Fjölnis er í Breiðholtinu gegn ÍR-ingum. Úlli hlakkar til að heimsækja 109.

Allir þessir leikir eru 50/50 leikir í þessari deild. Það er í raun magnað að horfa á þessa deild og sjá hvað öll liðin eru í raun og veru jöfn. Við erum hrikalega spenntir að takast á við ÍR-ingana.“

Fyrir fyrsta heimaleik hvers tímabils fer meistaraflokkur Fjölnis í knattspyrnu að leiði Steinars Ingimundarsonar og heiðrar minningu þess mikla Fjölnismanns. Steinar þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fjölni árin 2002-2004 með góðum árangri en liðið fór upp um tvær deildir á jafnmörgum árum. Úlli talar um hvað það er mikilvægt að halda í hefðirnar og heimsækja Steinar.

„Það var ákveðið að bíða með heimsóknina þar til við myndum spila okkar fyrsta leik hér (í Dalhúsum). Við höfum alltaf unnið fyrsta heimaleik eftir að við heimsækjum Steinar held ég. Steinar er mjög stór fígúra í sögu Fjölnis. Hann kemur á sínum tíma með mikið sigurhugarfar inn í klúbbinn. Hann þjálfaði mig í 2. flokki og gríðalegur sigurvegari. Hann smitar þetta hugarfar inn í klúbbinn að vera sigurvegari. Við förum úr því að vera í 3. deild, litla sæta Fjölnir í Grafarvoginum nánast sveitarklúbbur, í að vera í næst efstu deild og komnir upp með alvöru árganga. Það kannski gaf okkur tóninn.“ sagði Úlli að lokum.

Viðtalið við Úlf Arnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner