Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   lau 15. júní 2024 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu mörkin: Þægilegur fyrri hálfleikur fyrir Sviss
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ungverjaland og Sviss eigast við í öðrum leik Evrópumótsins í Þýskalandi og leiða Svisslendingar með tveggja marka mun í leikhlé.

Svisslendingar voru talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og Kwadwo Duah kom þeim rauðklæddu yfir á tólftu mínútu, eftir flotta stungusendingu frá Michel Aebischer.

Sjáðu markið

Ruben Vargas klúðraði dauðafæri fyrir Sviss skömmu síðar og gerðu Ungverjar sig líklega eftir fast leikatriði, en það var Aebischer sem skoraði næsta mark.

Hann skoraði með frábæru skoti utan vítateigs og var atkvæðamesti leikmaður fyrri hálfleiksins með mark og stoðsendingu.

Sjáðu markið

Sviss leiðir því með tveggja marka forystu í leikhlé og lítur vel út gegn bitlausum Ungverjum sem þurfa að skipta um gír í seinni hálfleik.

Allt Evrópumótið er sýnt í beinni útsendingu á RÚV
Athugasemdir
banner