Árbær 1 - 5 Sindri
1-0 Marko Panic ('21)
1-1 Viktor Ingi Sigurðarson ('58)
1-2 Björgvin Ingi Ólason ('73)
1-3 Viktor Ingi Sigurðarson ('77)
1-4 Abdul Bangura ('92)
1-5 Abdul Bangura ('97)
Rautt spjald: Daníel Gylfason, Árbær ('84)
1-0 Marko Panic ('21)
1-1 Viktor Ingi Sigurðarson ('58)
1-2 Björgvin Ingi Ólason ('73)
1-3 Viktor Ingi Sigurðarson ('77)
1-4 Abdul Bangura ('92)
1-5 Abdul Bangura ('97)
Rautt spjald: Daníel Gylfason, Árbær ('84)
Árbær tók á móti Sindra í 3. deildinni í dag og leiddi 1-0 eftir fyrri hálfleikinn.
Marko Panic skoraði eina markið en Snorri Már Skúlason, forráðamaður Árbæinga, fékk að líta rautt spjald skömmu fyrir leikhlé.
Gestirnir frá Höfn í Hornarfirði mættu grimmir til leiks í síðari hálfleikinn og jafnaði Viktor Ingi Sigurðarson metin á 58. mínútu.
Björgvin Ingi Ólafson kom Sindra svo yfir áður en Viktor Ingi skoraði sitt annað mark til að tvöfalda forystuna.
Staðan var þá orðin 1-3 fyrir Sindra þegar Daníel Gylfason fékk að líta rautt spjald í liði heimamanna. Árbæingar spiluðu lokamínúturnar því einum leikmanni færri og nýtti Abdul Bangura sér liðsmuninn.
Abdul skoraði tvennu í uppbótartímanum til að innsigla glæsilegan 1-5 sigur á útivelli.
Þetta eru dýrmæt stig fyrir Sindra sem er um miðja deild, með 9 stig eftir 7 umferðir.
Árbær er áfram í fjórða sæti með 13 stig, en sigur í kvöld hefði gert liðinu kleift að jafna 2. sæti deildarinnar á stigum.
Athugasemdir