Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   lau 15. júní 2024 17:37
Sverrir Örn Einarsson
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH vann sinn annan sigur í röð í Bestu deild kvenna er liðið landaði torsóttum en góðum sigri á liði Keflavíkur er liðin mættust í Kaplakrika fyrr í dag. Guðni Eiríksson þjálfari FH var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum„“

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Keflavík

„Úr því sem komið var erum við gífurlega ánægð með að landa þessum sigri, halda hreinu og fara með þrjú stig og ná þannig að skilja okkur aðeins frá pakkanum fyrir neðan okkur.“

Hvernig fannst Guðna leikurinn heilt yfir?

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn nokkuð góður og uppleggið fínt. Við vissum eða það sem við sáum fyrir okkur að andstæðingurinn myndi gera raungerðist og við náðum ágætlega að stoppa það. Við hefðum getað skorað fleiri mörk og þá sérstaklega í opnum leik þar sem við vorum að koma okkur í góðar stöður en nýttum ekki þau færi sem við fengum.“

„Seinni hálfleikurinn fer þá kannski eðlilega úr því að spila uppspils leik í það að "grinda" sigur sem er bara dæmigert þegar lið er að vinna 1-0. Þá fer maður að halda í þá forystu og ná þessu í gegn.“

Sigurinn gerir það eins og áður segir það að verkum að lið FH slítur sig aðeins frá þéttum pakkanum um og við miðja deild í situr í 4.sæti deildarinnar með 13 stig og eltir lið Þór/KA sem situr sæti ofar eins og skugginn.

„Við erum að teika Þór/KA sem er gott. Það er miklu skemmtilegra að horfa upp á við heldur en niður á við og með þessum sigri erum við í þeirri stöðu að við erum að horfa upp á við.“

Næst á dagskrá hjá FH er leikur gegn Val. Fyrir lið sem ætlar sér að horfa upp á við hlýtur það að merkja að FH ætli sér að verða toppbaráttulið.

„Mér sýnist nú Breiðablik vera með ansi góða forystu á okkur þannig að ég held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið en við viljum að sjálfsögðu vera í efri hluta deildarinnar. Eins og öll liðin en við gerum tilkall til þess að vera eitt af þeim liðum og í dag erum við það.“

Sagði Guðni en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner