Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   lau 15. júní 2024 17:37
Sverrir Örn Einarsson
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH vann sinn annan sigur í röð í Bestu deild kvenna er liðið landaði torsóttum en góðum sigri á liði Keflavíkur er liðin mættust í Kaplakrika fyrr í dag. Guðni Eiríksson þjálfari FH var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum„“

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Keflavík

„Úr því sem komið var erum við gífurlega ánægð með að landa þessum sigri, halda hreinu og fara með þrjú stig og ná þannig að skilja okkur aðeins frá pakkanum fyrir neðan okkur.“

Hvernig fannst Guðna leikurinn heilt yfir?

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn nokkuð góður og uppleggið fínt. Við vissum eða það sem við sáum fyrir okkur að andstæðingurinn myndi gera raungerðist og við náðum ágætlega að stoppa það. Við hefðum getað skorað fleiri mörk og þá sérstaklega í opnum leik þar sem við vorum að koma okkur í góðar stöður en nýttum ekki þau færi sem við fengum.“

„Seinni hálfleikurinn fer þá kannski eðlilega úr því að spila uppspils leik í það að "grinda" sigur sem er bara dæmigert þegar lið er að vinna 1-0. Þá fer maður að halda í þá forystu og ná þessu í gegn.“

Sigurinn gerir það eins og áður segir það að verkum að lið FH slítur sig aðeins frá þéttum pakkanum um og við miðja deild í situr í 4.sæti deildarinnar með 13 stig og eltir lið Þór/KA sem situr sæti ofar eins og skugginn.

„Við erum að teika Þór/KA sem er gott. Það er miklu skemmtilegra að horfa upp á við heldur en niður á við og með þessum sigri erum við í þeirri stöðu að við erum að horfa upp á við.“

Næst á dagskrá hjá FH er leikur gegn Val. Fyrir lið sem ætlar sér að horfa upp á við hlýtur það að merkja að FH ætli sér að verða toppbaráttulið.

„Mér sýnist nú Breiðablik vera með ansi góða forystu á okkur þannig að ég held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið en við viljum að sjálfsögðu vera í efri hluta deildarinnar. Eins og öll liðin en við gerum tilkall til þess að vera eitt af þeim liðum og í dag erum við það.“

Sagði Guðni en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner