Newcastle undirbýr nýtt tilboð í Calvert-Lewin - Napoli hefur enn áhuga á Lukaku - Balotelli til Corinthians?
   fös 14. júní 2024 18:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarliðin í opnunarleiknum: Eftir bókinni hjá Þjóðverjum
Kai Havertz
Kai Havertz
Mynd: EPA

Byrjunarliðin í opnunarleik EM þar sem heimamenn í Þýskalandi mæta Skotum klukkan 19 eru komin í hús.

Kai Havertz leikmaður Arsenal er fremsti maður og Toni Kroos sem er að spila á sínu síðasta stórmóti er einnig í liðinu. Þá er Maximilian Mittelstadt í liðinu en hann spilar með Stuttgart og lék sinn fyrsta landsleik í mars síðastliðnum.


Florian Wirtz er gríðarlega spennandi leikmaður en hann átti frábært tímabil með Leverkusen sem vann tvöfalt í Þýskalandi og komst í úrslit Evrópudeildarinnar.

Andy Robertson bakvörður Liverpool er fyrirliði skoska liðsins. Scott McTominay miðjumaður Man Utd og Kieran Tierney bakvörður Arsenal eru einnig í liðinu ásamt John McGinn miðjumanni Aston Villa.

Þýskaland: Neuer, Kimmich, Rudiger, Tah, Mittelstadt, Andrich, Kroos, Musiala, Gundogan, Wirtz, Havertz.

Skotland: Gunn, Ralston, Robertson, McTominay, Tierney, McGinn, McGregor, Adams, Christie, Hendry, Porteous


Athugasemdir
banner
banner
banner