Newcastle undirbýr nýtt tilboð í Calvert-Lewin - Napoli hefur enn áhuga á Lukaku - Balotelli til Corinthians?
   lau 15. júní 2024 15:52
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Selfoss hafði betur gegn Aftureldingu
Lengjudeildin
Mynd: Selfoss
Selfoss 1 - 0 Afturelding
1-0 Katrín Ágústsdóttir ('52)

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  0 Afturelding

Selfoss tók á móti Aftureldingu í eina leik dagsins í Lengjudeild kvenna og var staðan markalaus í leikhlé.

Heimakonur í Selfoss voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik þó að gestirnir úr Mosfellsbæ hafi fengið besta færið.

Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og verðskuldaði að taka forystuna þegar Katrín Ágústsdóttir skoraði á 52. mínútu. Hún kláraði vel eftir góða sendingu frá Auði Helgu Halldórsdóttur.

Selfyssingar voru óheppnar að tvöfalda ekki forystuna á næstu mínútum þar sem Elaina Carmen La Macchia hélt Aftureldingu inni í leiknum með frábærum markvörslum.

Afturelding jók sóknarþungan undir lokin en tókst þó ekki að gera jöfnunarmark. Dýrmæt stig í hús fyrir Selfoss sem hefur farið illa af stað í Lengjudeildinni.

Selfoss er í neðri hluta deildarinnar með 8 stig eftir 6 fyrstu umferðirnar, tveimur stigum á eftir Aftureldingu.
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    FHL 10 8 1 1 37 - 17 +20 25
2.    Afturelding 10 6 1 3 16 - 11 +5 19
3.    Grótta 9 4 3 2 14 - 12 +2 15
4.    ÍA 9 5 0 4 14 - 15 -1 15
5.    HK 10 4 2 4 23 - 15 +8 14
6.    ÍBV 10 4 1 5 17 - 18 -1 13
7.    Grindavík 10 4 1 5 12 - 16 -4 13
8.    Fram 10 3 3 4 21 - 20 +1 12
9.    Selfoss 10 2 3 5 11 - 16 -5 9
10.    ÍR 10 1 1 8 10 - 35 -25 4
Athugasemdir
banner
banner