Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   lau 15. júní 2024 17:09
Daníel Darri Arnarsson
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frammistaðan var kaflaskipt vorum ekkert sérstækir í fyrri hálfleik, fannst bara Leiknir í við sterkari eiginlega allan fyrri hálfleikinn" Sagði Haraldur Árni nýráðinn þjálfari Grindavíkur eftir 3-2 sigur á Leikni hér í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  3 Grindavík

„Skorum þarna eftir mistök í vörninni þeirra en annars sköpuðum við okkur ekkert að ráði, í seinni hálfleikinn fannst mér við veraa bara sterkari aðillinn og fannst við komast verðskuldað í forystu og þegar upp að staðið fannst mér þetta vera verskuldaður sigur".

Halli var bara tilkynntur fyrir sirka viku síðan og var spurður hvernig fyrsta vikan hafi gengið?

„Hún hefur verið góð, ég var heppinn með það að leik hjá okkur var frestað síðustu helgi þannig fékk svoldinn extra tíma á æfingasvæðinu áður en við fórum í djúpulaugina en hérna þetta er rosa góður hópur og við erum uppá Víkingana komnir upp að aðstöðu í Safamýrinni sem er ákveðið challenge en það eru allir þar tilbúnir að gera allt fyrir okkur þannig þetta er svoldið nýtt fyrir mér að mörgu leyti en leikmennirnir eru góðir og liðið er gott þannig ég held þetta verði bara skemmtilegt".

Halli var einnig spurður um hver markmið hans væri fyrir restina af tímabilinu?

„Bara safna stigum sko við erum með rosalega sterkan hóp og ég tel alveg að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni en engar síður er ákveðið verk sem við höfum að vinna og gera liðið betra það er challengið þannig við erum ekkert með nein svakaleg markmið núna nema kannski að verða betri, ég meina við töluðum um það að við vorum lélegir í fyrri hálfleik en betri í seinni þannig planið er að verða betri í næsta leik".

Viðtalið við Halla má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir