Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   fös 14. júní 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Framarar ætla ræða við FCK um Viktor Bjarka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Bjarki Daðason, framherjinn stóri og stæðilegi, er á leið frá Fram til FC Kaupmannahafnar. Danska félagið keypti hann í vetur og er planið á þá leið að Viktor fari út í kringum 20. júlí.

Viktor er fæddur árið 2008 og verður 16 ára í lok þessa mánaðar. Unglingalandsliðsmaðurinn var í byrjunarliðinu gegn KA í Mjólkurbikarnum í gær.

Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Fram

Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var spurður í viðtali við RÚV hversu lengi Viktor yrði hjá Fram.

„Hann á að vera hjá okkur fram í miðjan júlí. Við sjáum til hvort við getum eitthvað samið við þá úti um að hafa hann aðeins lengur. Ég veit að hann vill vera hjá okkur áfram en auðvitað ræður FCK því, þeir eru búnir að kaupa hann og hann þarf að fara til æfinga þar. En ef þeir vilja að hann fái spiltíma þá getur hann verið lengur hjá okkur og við ætlum að bjóða upp á það. Við eigum eftir að fara í þær viðræður við þá," sagði Rúnar.

Í viðtali við Fótbolta.net fyrr í sumar var Viktor Bjarki spurður út í möguleikann á því að vera lengur hjá Fram:

„Það yrði örugglega skemmtilegt að klára tímabilið núna fyrst það gengur vona vel. En að fara til FCK í sumar er líka skemmtilegt. Ef það gerist að ég klára tímabilið hérna þá væri það gaman."

Í sama viðtali sagði Rúnar að það væru enn 2-3 vikur í þá Kennie Chopart og Jannik Pohl.
Athugasemdir
banner
banner